ÚTFRÆST SKILTI OG MERKINGAR

Artis er með fullkomin tölvustýrðan fræs, hann getur fræst plötur í stærð í allt að 150 cm x 400 cm.
Við fræsum stafi og merki í ýmsum efnum t.d. MDF, PVC, Akríl, ál, timbur ofl. Fræsinn er samhæfður við prentara og skurðavél þanning að allt smellur saman í glæsilega heild.
Útfræstir sjálfstæðir stafir gera mikið fyrir merki fyrirtækja.Útfræstar merkingar njóta sín vel hvort sem það er innandyra eða úti.  Festingar stafanna eru þannig að auðvelt er að færa merkingar til og taka niður án þess að þær skemmist. Hægt er að fræsa úr stáli,áli, pvc, mdf og plexí. Möguleikarnir eru óteljandi.